EUC býður upp á námskeið á Netinu fyrir þá sem uppfylla ekki skilyrði um inngöngu í heilbrigðisgreinar háskólans. Námið er hannað til styrkingar á grunnþáttum í líffræði, eðilsfræði, efnafræði og stærðfræði. Einnig er áfangi í ensku fyrir heilbrigðisgeirann.
Námskeiðið, sem fer alfarið fram á Netinu, stendur yfir í 14 vikur og spannar frá miðjum febrúar til miðs júní. Kennt er alla virka daga frá kl. 14 til 17 frá febrúar til apríl og svo frá kl. 13 til 16 frá apríl til júní (v/ tímamismunar). Nemendur þurfa að vera til staðar í gegnum kennslukerfi háskólans á þessum tímum.