Hafðu samband við okkur í gegnum tölvupóst eða með því að skila inn umsókn.
Við veitum allar nauðsynlegar upplýsingar og bjóðum upp á Teams símtal.
Við leiðbeinum þér í gegnum umsóknarferlið.
Skilaðu umsókn til okkar og við komum þér inn í námið.
Þór Clausen er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í fjármálum frá Háskóla Íslands. Hann hefur starfað við menntamál frá árinu 2002. Fyrst hjá Háskólanum í Reykjavík þar sem hann stýrði símenntunar- og stjórnendanámi háskólans. Síðan 2009 hefur Þór starfað sem ráðgjafi í menntamálum víðs vegar um Evrópu. Þar hefur hann komið að ýmsum háskólatengdum verkefnum og meðal annars unnið fyrir háskóla í Noregi, á Spáni, í Englandi og á Kýpur. Þór hefur undanfarin sex ár starfað náið með frönsku háskólakeðjunni Galileo Global Education sem á og rekur 60 háskóla víða um heim.